Microsoft hóf nýja markaðsherferð síðastliðinn fimmtudag, sem áætlað er að kosti 300 milljónir dala (26,5 milljarðar íslenskra króna). Herferðinni er ætlað að bæta ímynd Windows Vista stýrikerfisins.

Þrátt fyrir að 180 milljónir leyfa fyrir Windows Vista hafi verið gefin út, frá því að stýrikerfið kom út á síðasta ári, líður sala þess fyrir þá skoðun margra að það sé þunglamalegt og ekki auðvelt í notkun.

Apple hefur hægt og bítandi náð markaðshlutdeild á bandarískum útflutningsmarkaði af PC á undaförnum ársfjórðungum, en hlutdeild Apple hefur vaxið um 38% á einu ári og nemur nú 8,5%.

Hluti af ímyndarherferð Microsoft verður einnig að Windows-sérfræðingar verða í nokkur hundruð Best Buy og Circuit City verslunum í Bandaríkjunum og munu þar útskýra kosti Windows fyrir neytendum.