Krónur
Krónur
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Þeir tutttugu aðilar sem greiða hæstu álagninu opinberra gjalda árið 2011 greiða samtals 1,54 milljarða króna. Fyrir ári greiddu tuttugu hæstu gjaldendur samanlagt 1,84 milljarða króna. Munur á skatttekjum toppanna tuttugu eru því um 300 milljónir króna

Skattakóngur ársins 2011 er Þorsteinn Hjaltested, fjárfestir og eigandi Vatnsendajarðarinnar í Kópavogi. Sú sem tróndi á toppnum árið 2010 var Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðarkona í Vestmannaeyjum og athafnakona. Nú situr hún í fjórða sæti.

Tekjuskatts- og útsvarsstofn landsmanna árið 2010 nam 812,4 milljörðum króna og hafði dregist saman um 0,5% frá fyrra ári. Skattstofnsins var aflað af rúmlega 237 þúsund manns og hafði fjölgað um 0,6% í þeim hópi og var orðinn næstum því jafn fjölmennur og við álagningu 2009. Samanlögð álagning almenns tekjuskatts og útsvars nemur 200,9 milljörðum króna og hækkar um 1,4% frá fyrra ári.