Bandaríska tæknifyrirtækið Facebook inc. ætlar að ráða 3000 einstaklinga til þess að sinna eftirliti á netinu. Umræddur her mun því sinna ritskoðun á netinu og finna myndbönd og efni sem inniheldur rangar upplýsingar eða ofbeldi.

Facebook hefur fengið sérstaklega mikið af ábendingum, enda hafa morð og sjálfsmorð verið algeng á Facebook Live. Um þessar mundir sinna um 4500 einstaklingar eftirliti á netinu, en erfitt er fyrir allt þetta fólk að hafa yfirsýn yfir öllu því efni sem dælist inn á veggi notenda dags daglega.

Í framtíðinni verður þó líklegast hægt að láta tölvur sjá um þessa ritskoðun, en tæknin er því miður ekki nægilega þróuð til þess að geta brugðist strax við óæskilegum myndböndum.