*

mánudagur, 3. ágúst 2020
Innlent 21. júní 2020 13:09

301 milljón króna hagnaður

Söluumboð Allianz á Íslandi hagnaðist um 301 milljón króna á síðasta ári samanborið við 284 milljónir króna árið á undan.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Söluumboð Allianz á Íslandi hagnaðist um 301 milljón króna á síðasta ári samanborið við 284 milljónir króna árið á undan. Rekstrartekjur fyrirtækisins árið 2019 námu 991 milljón króna meðan rekstrartekjur fyrir 2018 námu 907 milljónum króna.

Rekstrargjöldin námu 641 milljón króna og þar af voru laun og annar starfsmannakostnaður 188 milljónir króna. Eigið fé í árslok nam 616 milljónum króna og skuldir samtals voru 639 milljónir króna. 

Eignir félagsins á síðasta ári námu 1,25 milljörðum króna samanborið við 1,1 milljarð króna á undan. Handbært fé í árslok nam 768,5 milljónum króna árið 2019 samanborið við 691,5 milljónir króna 2018. Stærsti hluthafi í Allianz á Íslandi er Hringur-eignarhaldsfélag og nemur hlutur félagsins 99,7%.  Þá á OIF ehf. 0,3% hlut í félaginu.

Framkvæmdastjóri félagsins er Þorsteinn Egilsson.

Stikkorð: Uppgjör Allianz