Mikill uppgangur er í verktaka- og byggingariðnaði á Íslandi um þessar mundir og hefur veltan aukist mjög mikið síðastliðin ár. Samkvæmt tölum frá Samtökum iðnaðarins var hún fyrstu átta mánuði árs 2004 68,74 milljarðar króna án virðisaukaskatts en á sama tímabili 2005 var veltan orðin 89,77 milljarðar króna. Er það aukning um 30,5%.