*

mánudagur, 21. september 2020
Innlent 12. júlí 2020 15:04

31% hagnaðaraukning hjá Curio

Fiskvinnsluvélaframleiðandinn hagnaðist um 181 milljón króna á síðasta rekstrarári og jókst hagnaðurinn um 31% frá fyrra ári.

Ritstjórn
Elliði Hreinsson, framkvæmdastjóri Curio.
Haraldur Guðjónsson

Curio, sem framleiðir fiskvinnsluvélar, hagnaðist um 181 milljón króna á síðasta rekstrarári og jókst hagnaðurinn um 31% frá fyrra ári. Rekstrartekjur félagsins námu tæplega 1,2 milljörðum króna og jukust um ríflega 210 milljónir frá fyrra ári.

Rekstrargjöld námu 946 milljónum króna en árið áður námu þau 816 milljónum. Eignir námu 1,2 milljörðum króna í árslok 2019 og eigið fé félagsins nam 898 milljónum króna. Laun og launatengd gjöld námu 370 milljónum króna en 32 störfuðu hjá fyrirtækinu í fyrra.

Marel keypti 50% hlut í Curio á þriðja ársfjórðungi 2019. 40% hlutur hefur þegar verið afhentur Marel en hin 10% verða afhent félaginu 1. janúar 2021. Marel tryggði sér jafnframt kauprétt á eftirstandandi 50% hlut eftir þrjú ár. Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri Curio, en félag hans, Gullmolar ehf., á umrædda hluti sem Marel á forkaupsrétt á.

Stikkorð: Marel uppgjör Curio