Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,8%. Vísitalan hefur þó lækkað um 3,1% þegar húsnæði er tekið út fyrir sviga. Það hefur því orðið nokkur verðhjöðnun á síðustu tólf mánuðum ef húsnæði er ekki tekið með. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands .

Í júlí var vísitala neysluverðs 442,9 stig og lækkar um 0,02% frá fyrri mánuði mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkar um 0,57% frá júní 2017.

Föt og skór lækka um 11%

Verð á fötum og skóm lækkar um 11% og hefur 0,41% áhrif á vísitöluna til lækkunar. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði, hækkar um 1,7% og hefur 0,34% áhrif á vísitöluna til hækkunar og flugfargjöld til útlanda hækka um 20,3% og hefur 0,25% áhrif á vísitöluna til hækkunar.