*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 19. desember 2007 12:11

310 milljóna króna sekt vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum

Ritstjórn

Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu í nýrri ákvörðun sinni að Eimskip (Hf. Eimskipafélag Íslands) hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á sjóflutningamarkaði og brotið þannig gegn bannákvæðum samkeppnislaga.

 

Þetta gerði Eimskip annars vegar með aðgerðum sem miðuðu markvisst að því að koma Samskipum út af markaðnum og hins vegar með því að gera fjölmarga sk. einkakaupasamninga við viðskiptavini sína. Með einkakaupum í þessu samhengi er átt við samninga þar sem Eimskip skuldbatt viðskiptavini sína til þess að kaupa flutningaþjónustu einungis af félaginu. Einkakaupasamningar eru ólögmætir þegar markaðsráðandi fyrirtæki á í hlut. Í sumum samninganna var einnig að finna samkeppnishamlandi tryggðarafslætti.

 

Telur Samkeppniseftirlitið að brot Eimskip á 11. gr. samkeppnislaga hafi verið alvarleg og til þess fallin að valda atvinnulífinu og almenningi miklu samkeppnislegu tjóni