Lyf og heilsa hagnaðist um 311,6 milljónir árið 2015. Hagnaður fyrirtækisins eykst um 100 milljónir milli ára. Fyrirtækið hagnaðist um 211,1 milljón árið 2014 til samanburðar.

Lyf og heilsa seldi vörur og þjónustu fyrir 6,14 milljarða árið 2015, samanborið við 5,8 milljarða árið áður. Fastafjármunir Lyf og heilsu námu 1,9 milljörðum í lok árs 2015. Eigið fé fyrirtækisins í árslok 2015 var 794,7 milljónir samanborið við 617,12 milljónir árið áður. Skuldir Lyf og heilsu námu 2,68 milljörðum í lok árs 2015 samanborið við 2,24 milljarða á sama tíma árið áður.

Fyrirtækið greiddi 134 milljónir í arð til hluthafa árið 2015. Í lok árs 2015 var Karl Emil Wernersson framkvæmdastjóri fyrirtækisins og Faxar ehf. áttu 99,56% í Lyf og heilsu.