Nýskráningar ökutækja á fyrstu 326 dögum ársins (01,01,'08 - 17,10,'08) er samtals 17.063 en á sama tímabili í fyrra voru 24.932 ökutæki nýskráð hér á landi.

Þetta er 31,6% fækkun nýskráninga milli ára.

Þetta kemur fram á vef Umferðarstofu.

Á einni viku frá 10. október til 17. október voru í ár skráð 50 ökutæki en á sama tímabili í fyrra voru þau 546.

Þá kemur fram að eigendaskipti ökutækja á sama tímabili þessa árs eru 69.992 en þau voru 85.372 eftir jafn marga skráningardaga á síðasta ári. Hlutfallsleg lækkun eigendaskipta nemur því 18% milli ára.

Þess má geta að fyrstu 74 daga ársins 2008 hafði orðið mikil aukning á nýskráningum eða 46,8% borið saman við sama tímabil árið á undan.

Hér má sjá nánari upplýsingar um þetta í fréttabréfi Umferðarstofu. (pdf skjal)