Velta með bréf í Icelandair Group í Kauphöll Íslands nam 317 milljón um króna í dag. Veltan var miklum mun meiri en velta með bréf annarra fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllina. Gengi bréfanna breyttist þó ekkert. Icelandair sendi í morgun frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að kostnaður vegna verkfallsaðgerða starfsmanna nemi um 800 milljónum íslenskra króna.

Velta með bréf í Högum nam 117 milljónum króna í Kauphöllinni og lækkaði gengi bréfa um 0,67%. Velta með bréf í Sjóvá nam 64 milljónum og gengið hækkaði um 1,21%.