Framboðsfrestur í forval Vinstri grænna í Reykjavík (VGR) vegna alþingiskosninganna í vor er nú liðinn og hafa 32 einstaklingar lýst yfir framboði.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá VGR en forvali fer fram 7. mars næstkomandi í húsnæði VGR,  Suðurgötu 3, en utankjörfundaratkvæðagreiðsla verður 5. og 6. mars einnig í Suðurgötu 3.

Í forvalinu á að raða fimm frambjóðendum í efstu sæti á listunum tveimur í Reykjavík, alls tíu nöfnum.

Frambjóðendur eru þessir:

  • Brynja Björg Halldórsdóttir, menntaskólanemi
  • Davíð Stefánsson, bókmenntafræðingur
  • Einar Gunnarsson, byggingafræðingur
  • Elías Halldór Ágústsson, kerfisfræðingur
  • Friðrik Atlason
  • Friðrik Dagur Arnarson, framhaldsskólakennari
  • Guðmundur Magnússon, leikari
  • Gunnar Sigurðsson, húsfaðir
  • Heimir Björn Janusarson, garðyrkjumaður
  • Hörður Þórisson, félagsliði
  • Jón Sigfús Sigurjónsson, lögmaður
  • Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður
  • Kjartan Jónsson, þýðandi
  • Kolbrún Halldórsdóttir, alþingismaður
  • Kristján Ketill Stefánsson, háskólakennari
  • Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur
  • Paul Nikolov, stuðningsfulltrúi
  • René Biasone, meistaranemi
  • Sigvarður Ari Huldarsson, tæknimaður
  • Steinunn Þóra Árnadóttir, öryrki
  • Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi
  • Vilhjálmur Árnason
  • Þorvaldur Þorvaldsson
  • Andrés Ingi Jónsson, blaðamaður
  • Anna Ólafsdóttir Björnsson, sagnfræðingur
  • Ari Matthíasson, leikari
  • Arnór Pétursson
  • Auður Lilja Erlingsdóttir, stjórnmálafræðingur
  • Álfheiður Ingadóttir, alþingismaður
  • Árni Björn Guðjónsson, listmálari
  • Árni Haraldsson, rafmagnsiðnfræðingur
  • Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður