3,2% hagvöxtur var í Bandaríkjunum á fjórða ársfjórðungi samkvæmt bandaríska viðskiptaráðuneytinu.

Ráðuneytið telur ástæðuna aðallega vera aukin einkaneysla og hefur eftirspurn ekki aukist hraðar í 26 ár, síðan á öðrum ársfjórðungi 1984

Að mati ráðuneytisins hefði hagvöxturinn verið 7,1% ef fyrirtæki hefðu ekki dregið úr vörubirgðum.