*

laugardagur, 27. febrúar 2021
Innlent 31. júlí 2020 08:59

32 hótel enn lokuð

Fjöldi greiddra gistinátta drógust saman um 72% milli ára í júní en framboð gistirýmis minnkaði um 24% en 32 hótel eru lokuð.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Heildarfjöldi greiddra gistinátta í júní síðastliðnum dróst saman um 72% samanborið við júní 2019. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 79% og um 75% á gistiheimilum. Frá þessu greinir Hagstofan.

Þá var 63% fækkun á öðrum tegundum gististaða, svo sem farfuglaheimilum og tjaldsvæðum. Ekki var hægt að áætla erlendar gistinætur á stöðum sem miðla gistingu í gegnum Airbnb og sambærilegar síður.

Í lok mars tóku mörg hótel þá ákvörðun að loka tímabundið og voru enn 32 hótel lokuð í júní. Framboð gistirýmis minnkaði um 24% frá júní 2019, mælt í fjölda hótelherbergja, sem skýrist af lokunum hótela.

Herbergjanýting á hótelum í júní 2020 var 20,5% og dróst saman um 51,4 prósentustig frá fyrra ári.