Heildarvelta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu frá 26. desember 2014 til og með 1. janúar 2015 var 3.186 milljónir króna. Þetta kemur fram í frétt frá Þjóðskrá Íslands .

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á tímabilinu var 66, en þar af voru 47 samningar um eignir í fjölbýli, 15 samningar um sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Meðalupphæð á hvern samning var 48,3 milljónir króna.

Heildarveltan er nokkru undir meðaltali síðustu tólf vikna en það nemur 4.734 milljónum króna.