Konur eru 32% stjórnarmanna í stærstu fyrirtækjum landsins, meðan karlar eru 68%. Þetta kemur fram í samantekt Kjarnans.

Upplýsingar frá Keldunni telja 982 stjórnarmenn í heildina, en þeir sitja í 270 stærstu fyrirtækjum landsins.

Af þessum 982 eru 665 karlkyns og 317 kvenkyns. Meðalaldur karlanna er tæplega 55 ár, meðan meðalaldur kvennanna er um 50 ár.

Jafnvel þótt lögfest hafi verið að konur þyrftu að vera að lágmarki 40% stjórnarmanna er ljóst að eitthvað er enn í land til að það hlutfall náist.