Alls sóttu 32 um embætti forstjóra Ríkiskaupa en í þeirra hópi eru fyrrverandi þjóðleikhússtjóri, fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi forstjóri Isavia. Umsóknarfrestur um starfið rann út fyrir viku og var listi yfir umsækjendur birtur í dag á vef Stjórnarráðsins .

Í hópi umsækjenda má nefna Ara Matthíasson en hann stýrði Þjóðleikhúsinu þar til í fyrra. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra og fyrrverandi sveitarstjóri Ásahrepps, er einnig meðal þeirra sem sækist eftir stöðunni sem og Björn Óli Hauksson en sá stýrði Isavia þar til á vormánuðum í fyrra.

Björgvin er ekki eini fyrrverandi þingmaðurinn sem sækist eftir starfinu en það gildir einnig um Höskuld Þór Þórhallsson, fyrrverandi þingmann Framsóknarflokksins og formann flokksins í nokkrar sekúndur. Sólmundur Már Jónsson, fyrrverandi mannauðs- og rekstrarstjóri Hafrannsóknarstofnunar, sækir einnig um.

Hildur Georgsdóttir, lögmaður og persónuverndarfulltrúi Ríkiskaupa, er í hópi umsækjenda en alls eru fimm konur í hópi þeirra 32 sem sækjast eftir stöðunni.

Fjármála- og efnahagsráðherra mun skipa í stöðuna á næstu vikum en skipunin er til fimm ára. Listann yfir umsækjendur má sjá hér að neðan.

  • Ari Matthíasson Fyrrv. Þjóðleikhússtjóri
  • Björgvin Guðni Sigurðsson      Framkvæmdastjóri
  • Björgvin Víkingsson Head of supply chain management
  • Björn Hafsteinn Halldórsson    Framkvæmdastjóri
  • Björn Óli Ö Hauksson Verkfræðingur
  • Dagmar Sigurðardóttir Sviðsstjóri
  • Einar Birkir Einarsson Sérfræðingur
  • Elvar Steinn Þorkelsson Framkvæmdastjóri
  • Erling Tómasson Fjármálastjóri
  • Eyjólfur Vilberg Gunnarsson    Forstöðumaður
  • Guðmundur I Bergþórsson      Sérfræðingur
  • Guðrún Pálsdóttir Fjármálastjóri
  • Helgi Steinar Gunnlaugsson   M Sc. í alþjóðasamskiptum
  • Hildur Georgsdóttir Lögmaður
  • Hildur Ragnars Framkvæmdastjóri
  • Hlynur Atli Sigurðsson Framkvæmdastjóri
  • Höskuldur Þór Þórhallsson      Lögmaður
  • Ingólfur Þórisson Framkvæmdastjóri
  • Jóhann Jóhannsson Forstöðumaður
  • Jón Axel Pétursson Framkvæmdastjóri
  • Jón Garðar Jörundsson          Framkvæmdastjóri
  • Ragnar Davíðsson Sviðstjóri
  • Reynir Jónsson Sérfræðingur
  • Sigurður Erlingsson framkvæmdastjóri
  • Sólmundur Már Jónsson          Aðstoðarforstjóri
  • Styrkár Jafet Hendriksson Sérfræðingur
  • Sæbjörg María Erlingsdóttir    Framkvæmdarstjóri
  • Sæunn Björk Þorkelsdóttir      Forstöðumaður
  • Tryggvi Harðarson Verkfræðingur
  • Valdimar Björnsson Fjármálastjóri
  • Þórður Bjarnason Viðskiptafræðingur
  • Þórhallur Hákonarson Fjármálastjóri