Tilboð að fjárhæð 320 milljónir króna frá félögunum Rent-leigumiðlun ehf., og Celtic North ehf., í ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal, hefur verið rift af bjóðendum á grunni fyrirvara um fjármögnun. Á staðnum, sem stendur nálægt þjóðvegnum upp í Svínadal á leið Vestur á firði rétt utan Búðardals, var löngum rekinn héraðsskóli en þar hefur verið hótelrekstur síðustu sumur.

Stjórnarformaður beggja félaga er Aðalsteinn Gíslason, eins eigenda Northstar Apartments en hann rekur nærliggjandi ferðaþjónustu á Snæfellsnesi og í Hrútafirði, og víðar undir nafninu Welcome og Northstar Locations.

Kristján Sturluson sveitastjóri Dalabyggðar, eigenda eignirnar, segir þær enn vera til sölu. Leigusamningur Eddu hótela, í eigu Icelandair hotels, rann út eftir sumarið.

„Eignirnar eru í þannig að nánast er hægt að ganga þarna inn og byrja að reka hótel strax,“ segir Kristján en um er að ræða bæði uppgerða hótelbyggingu með klósettum í hverju herbergi sem og húsnæði með hefðbundinni heimavist, sundlaug og íþróttaaðstöðu, auk fjögurra einbýlishúsa.

Á síðasta ári hafnaði sveitarfélagið 460 milljóna króna tilboði félagsins Arnarlóns í eigu Þórhalls Arnars Hinrikssonar stjórnarformans ALM verðbréfa vegna skilyrða um forgansröðun veðréttinda á láni sveitarfélagsins til kaupendanna. Þá áttu bæði jarðhitaréttindi og helmingur jarðarinnar Laugar ásamt jörðinni Sælingdalstungu að fylgja með en svo var ekki nú.