Atvinnuveitendur í Bandaríkjunum sköpuðu 321 þúsund ný störf í nóvember. Eru það mun fleiri störf en sérfræðingar höfðu búist við, en þeir höfðu spáð um 225 þúsund nýjum störfum í mánuðinum. Atvinnuleysi hélst áfram í 5,8%. BBC News greinir frá þessu.

Þetta þýðir að meira en 200 þúsund störf hafa skapast í hverjum mánuði í tíu mánuði í röð í landinu, sem er lengsta slíka tímabil frá árinu 1995. Að meðaltali hafa skapast 241 þúsund störf á mánuði það sem af er árinu.