Kynjahlutföll í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ráðuneytanna nálgast það að vera jöfn. Alls voru nefndasætin 3.270 árið 2017. Konur manna 48% sæta ráðuneytanna. Þetta kemur fram í skýrslu Jafnréttisstofu sem birt var í morgun. Alls var skipa í 956 nefndasæti á síðasta ári - 483 konur og 473 karlar í 170 nýjar nefndir, ráð og stjórnir.

Árið 2016 voru sætin 3.939 og hlutfall kvenna 46% en árið 2015 voru sætin 3.699 og hlutfall kvenna 45%.