Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur í þrotabú Orange Project ehf. sem námu 329 milljónum króna. Félagið rak skrifstofuhótel í Ármúla 6 og á Skipagötu 9 á Akureyri en var lýst gjaldþrota í desember að kröfu Skattsins.

Stofnandi og eigandi félagsins, Tómas Hilmar Ragnarz sagði í samtali við Viðskiptablaðið í desember að gjaldþrot hafi verið niðurstaðan eftir að það tapað dómsmáli við leigusala félagsins í Ármúlanum sem tók húsnæði þess yfir í kjölfarið.

„Viðskiptin fóru niður hjá okkur um tæp 60% á árinu vegna Covid en ekki nægilega mikið til að komast inn í björgunarpakka stjórnvalda,“ sagði Tómas Hilmar.