Þriðja hvert fyrirtæki á Íslandi mun nýta sér snjalllausnir í auknu mæli á næstu 12 mánuðum og 8. hvert fyrirtæki mun byrja að nýta sér snjalllausnir á næstu tólf mánuðum, að því er fram kom í könnun Nýherja um áherslur stærstu fyrirtækja landsins í upplýsingatækni.

Fram kemur í tilkynningu Nýherja að þriðja hvert fyrirtæki muni fjárfesta „umtalsvert meira“ eða „meira“ í upplýsingatækni á næstu 12 mánuðum. Hátt í 60% fyrirtækja mun halda sambærulegu fjárfestingastigi og var árið á undan, segir í könnuninni. Þá kemur fram að öryggismál séu helsta áhersluatriði forstjóra og yfirmanna upplýsingatæknimála.

Að endingu kemur fram að 6. hvert fyrirtæki muni nýta sér tölvuský í auknu mæli á næstu 12 mánuðum og að 6. hvert fyrirtæki mun byrja að nýta sér tölvuský á næstu tólf mánuðum.

Markaðsmælingin var framkvæmd af CEO Huxun fyrir Nýherja og fór fram í maí 2014. Hún náði til 465 stærstu fyrirtækja landsins og viðskiptamannavina hjá Nýherja.