Reykjavík Media félag Jóhannesar Kr. og Aðalsteins Kjartanssonar hóf söfnun á Karolina Fund klukkan 22:00 í gærkvöldi til þess að afla fjármagns til áframhaldandi starfa við rannsóknarblaðamennsku.

Þegar þessi frétt er skrifuð höfðu safnast rúmar 3,3 milljónir króna.

Reykjavík Media, í samstarfi við Kastljós, birti í gærkvöldi ítarlega fréttaskýringu um tengsl íslenskra stjórnmálamanna við aflandsfélög. Í kjölfarið hóf félagið söfnun sína. Í samtali Jóhannesar við fjölmiðla kemur fram að peninginn muni félagið meðal annars nota til tölvukaupa.

Í morgun höfðu rúmlega 530 einstaklingar lagt söfnuninni lið.