Umsóknarfrestur um embætti framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, sem nýlega var auglýst laust til umsóknar, rann út 8. nóvember sl. Alls bárust 33 umsóknir um embættið.

Utanríkisráðherra, sem skipar í embættið skv. lögum nr. 121/2008 um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, hefur falið Hermann Erni Ingólfssyni, sviðsstjóra þróunarsamvinnusviðs utanríkisráðuneytisins, Helgu Hauksdóttur, mannauðsstjóra í ráðuneytinu og Steinari Berg Björnssyni, fyrrverandi forstjóra hjá friðargæslu Sameinuðu þjóðanna, að fara yfir umsóknir, leggja á þær mat og gera tillögur til sín. Ráðgert er að niðurstaða um nýjan framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofnunar liggi fyrir í desembermánuði.

Umsækjendur voru:

Anna Elísabet Ólafsdóttir

framkvæmdastjóri HUMEC í Tansaníu

Arnþór Gylfi Árnason

fjármálastjóri Glugga ehf.

Ágústa Gísladóttir

umdæmisstjóri hjá ÞSSÍ

Árni Helgason

sviðsstjóri hjá ÞSSÍ

Belinda Theriault

master í alþjóðasamskiptum og viðskiptafræði

Björn Kristjánsson

markaðsfræðingur

Daði Bragason

húsasmiður

Davíð Egilsson

framkvæmdastjóri hjá Evrópsku umhverfisstofnuninni

Engilbert Guðmundsson

deildarstjóri hjá friðargæsluskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Sierra Leone

Geir Oddsson

verkefnastjóri hjá ÞSSÍ

Glúmur Baldvinsson

verkefnastjóri hjá ÞSSÍ

Helga Þórólfsdóttir

friðarfræðingur

Hlín Baldvinsdóttir

sendifulltrúi hjá Rauða krossi Íslands

Jóhanna Ýr Jónsdóttir

safnstjóri Byggða- og ljósmyndasafns Vestmanneyja

Jón Ingi Gíslason

sjálfstætt starfandi

Jón Ingi Þorvaldsson

starfsmaður Dohop

Jón Pálsson

viðskiptafræðingur

Lilja Dóra Kolbeinsdóttir

verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg

Linda Björk Guðrúnardóttir

master í alþjóðasamskiptum

María Skarphéðinsdóttir

ráðgjafi á skrifstofu WHO í Evrópu

Ólöf Ýrr Atladóttir

ferðamálastjóri

Pétur G. Thorsteinsson

lögfræðingur í utanríkisráðuneyti

Regína Bjarnadóttir

hagfræðingur í Seðlabanka Íslands

Sigurður Sigurðsson

bygginga- og eftirlitsverkfræðingur

Sigurrós Þorgrímsdóttir

sjálfstætt starfandi

Sólmundur Már Jónsson

framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landhelgisgæslu Íslands

Stefán Jón Hafstein

umdæmisstjóri hjá ÞSSÍ

Stefán Sólmundur Kristmannsson

master í hafeðlisfræði

Steingerður Hreinsdóttir

verkefnastjóri/ráðgjafi hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands

Tumi Tómasson

forstöðumaður sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Vilhjálmur Wiium

umdæmisstjóri hjá ÞSSÍ

Þorgeir Pálsson

framkvæmdastjóri Thorp ehf.

Þórdís Katla Bjartmarz

master í viðskiptafræði