Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í júní 2015 var 336. Heildarvelta nam 12,6 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 37,4 milljónir króna. Þetta kemur fram í Markaðsfréttum Þjóðskrár Íslands .

Þar segir jafnframt að viðskipti með eignir í fjölbýli námu 8,5 milljörðum í júní, viðskipti með eignir í sérbýli 3,1 milljarði og viðskipti með aðrar eignir einum milljarði króna.

Ljóst er að verkfall lögfræðinga hjá Sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu hafði töluverð áhrif á niðurstöður júnímánaðar en því lauk ekki fyrr en 15 júní s.l. Þegar júní 2015 er borinn saman við júní 2014 kemur t.d. í ljós að kaupsamningum fækkaði um 36,7% og velta minnkaði um 32,6%. Í maí var engum kaupsamningum þinglýst vegna verkfallsins.