Skráð atvinnuleysi var 3,4 prósent í desembermánuði síðastliðnum. Þetta kemur fram í tölum frá Vinnumálastofnun .

Þar kemur fram að 5.630 hafi verið atvinnulausir að meðaltali í mánuðinum og þeim hafi fjölgað um 200 að meðaltali frá nóvembermánuði. Hlutfallstala atvinnuleysis hafi hækkað um 0,1% milli mánaða.

Atvinnulausum körlum fjölgaði um 188 frá nóvember en að meðaltali var 2.751 karl á atvinnuleysisskrá og var atvinnuleysið 3,1% meðal karla. Atvinnulausum konum fjölgaði hins vegar um tólf frá nóvember og voru 2.879 konur á atvinnuleysisskrá og atvinnuleysið 3,8% meðal kvenna.