*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 27. nóvember 2013 12:47

340 milljóna kostnaður vegna ríkisstjórnarinnar

Kostnaður eykst um 97 milljónir vegna nýrrar ríkisstjórnar, fjölgunar ráðherra og fjölgunar aðstoðarmanna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Breytingar á ríkisstjórn og fjölgun ráðherra og aðstoðarmanna þeirra kosta ríkissjóð 97 milljónir króna. Þetta kemur fram í fjáraukalagafrumvarpi fyrir árið 2013 sem dreift var í gærkvöld. 

Kostnaðurinn ríkisstjórn var áætlaður 242,5 milljónir á fjárlögum. Eftir síðustu ríkisstjórn áttu margir ráðherrar rétt á biðlaunum og orlofi. Þá var ráðherrum fjölgað úr átta í níu og aðstoðarmönnum ráðherra fjölgaði. 

Allt kostar þetta ríkissjóð 97 milljónir króna og er áætlaður kostnaður ríkissjóðs vegna þessa liðar í heild þá 339,5 milljónir. 

Stikkorð: Ríkisstjórn