Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 1. júní til og með 7. júní 2012 var 126. Þar af voru 92 samningar um eignir í fjölbýli, 30 samningar um sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 3.459 milljónir króna og meðalupphæð á samning 27,4 milljónir króna.

Meðaltal síðustu tólf vikna í fjölda þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu hefur verið um 100 samningar og þessir fyrstu dagar júnímánaðar því nokkuð yfir meðaltali. Á sama tímabili var 10 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum og var heildarveltan þar 230 milljónir króna og meðalupphæð á samning 23 milljónir króna. Á Akureyri var 9 samningum þinglýst og 5 á Árborgarsvæðinu.

Þetta kemur fram í frétt á vef Þjóðskrár um veltu á fasteignamarkaði í fyrstu viku júní.