Á árinu 2004 varð 3.985 þús. evru tap (346 millj. kr.) á rekstri SÍF hf. í samanburði við 639 þús. evra hagnað á síðasta ári. Afskriftir eru tæplega tvöfalt hærri en árið á undan, eru 15.363 þús. evrur samanborið við 7.724 þús. evrur árið 2003. Hagnaður á fjórða ársfjórðungi varð 15,8 milljónir evra og sölutekjur félagsins jukust um 15,6% milli ára. Að teknu tilliti til sérstakrar gjaldfærslu í Frakklandi og gjaldfærslu í tengslum við kaup á Labeyrie Group var hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) 12.231 þús. evrur (1.063 millj. kr.) á árinu 2004 borið saman við 14.033 þús. evrur árið 2003. Tap fyrir afskriftir og fjármagnsliði nemur 6.522 þús. evrum.
Tvöföldun afskrifta skýrist m.a. af því að Lyons Seafoods er nú í bókum félagsins allt árið sem var ekki árið 2003, afskrifuð er að fullu viðskiptavild vegna SIF Canada, fjármögnunarleigusamningar eru færðir til eignar og skuldar og Labeyrie Group er nú í bókum félagsins.

Atriði úr rekstri SÍF árið 2004:

? Hagnaður á fjórða ársfjórðungi nam 15,8 milljónum evra.
? Sölutekjur jukust um 15,6% milli ára.
? Afskriftir voru 15.363 þús. evrur borið saman við 7.724 þús. árið 2003.
? Framlegð félagsins jókst, var 8,4% borið saman við 7,37% 2003.
? Eiginfjárhlutfall jókst úr 13,71% í 30,94% milli ára.
? Eigið fé sexfaldaðist ? nam 255,4 millj. evra í árslok 2004.
? Skarpari áherslur með aðskilnaði fullvinnslu- og sölustarfsemi
? Matvælaframleiðandinn Labeyrie Group keyptur á 332 millj. evra.
? Hlutafé var aukið um 230 milljónir evra.
? SÍF-samstæðan endurfjármögnuð með 290 millj. evra sambankaláni.
? Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum selt.
? Starfsemi SIF France gekkst undir gagngera endurskoðun.
? Stofnun Iceland Seafood International um sölustarfsemi SÍF.
? Horfur fyrir árið 2005 eru góðar í kjölfar umbreytinga 2004.

Við skoðun ársreikninga félagsins ber að líta til þess að SÍF tók umtalsverðum breytingum á síðasta ári, sérstaklega á síðasta ársfjórðungi. Í árslok 2004 blasti við mun öflugra félag en í ársbyrjun sem endurspeglast meðal annars í sexföldun á eigin fé og tvöfaldun eiginfjárhlutfalls. Kaupin á Labeyrie Group og hlutafjáraukning vega þar þungt. Reiknað er með að fyrsta ársfjórðungsuppgjör þessa árs muni gefa raunsærri mynd af rekstri breytts félags.