35 stærstu banka Bandaríkjanna mun vanta 100-150 milljarða dala, 11-17 þúsund milljarða króna, til viðbótar við núverandi eigin fé þegar Basel III reglurnar taka gildi. Þetta kemur fram á vef Financial Times.

Lang stærstu hluti þessa fjár vantar í sex stærstu bankanna, að mati Barclays Capital. Hinar nýju reglur gera kröfu um skýrari skilgreiningum á eigin fé banka og gæði eigna að baki eigin fé (Tier 1) þurfi að vera fyrsta flokks.