Hagnaður Landsbankans eftir skatta nam um 3,5 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Samanlagður hagnaður bankans á fyrstu 9 mánuðum ársins nemur 12,9 milljörðum króna. Arðsemi eigin fjár fyrstu 9 mánuðum ársins er 10,9%.

Eigið fé bankans í lok tímabilsins var 170,5 milljarðar króna og eiginfjárhlutfallið var 17,3%. Í lok annars ársfjórðungs var hlutfallið 16,7%. Heildareignir bankans voru 1.085,5 milljarðar króna í lok þriðja ársfjórðungs.

Rekstrarkostnaður bankans af reglulegri starfsemi á þriðja ársfjórðungi nam 4,1 milljarði króna. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að starfsmenn eru um 1100 talsins.