Meira en helmingur af tekjum í tónlistariðnaðinum kemur frá lifandi flutningi eða um 57% heildartekna. Þá eru 21% teknanna vegna sölu á hljóðritaðri tónlist og um 22% sem falla til vegna höfundarréttar. Frá þessu er greint í nýrri skýrslu Erlu Rúnar Guðmundsdóttur og Dr. Margrétar Sigrúnar Sigurðardóttur sem ber heitið Íslenski tónlistariðnaðurinn í tölum.

Í skýrslunni kemur jafnframt fram að heildartekjur vegna íslenska tónlistariðnaðarins séu um 3,5 milljarðar en auk þess eru afleiddar tekjur áætlaðar 2,8 milljarðar.

Þá sýna niðurstöðurnar jafnframt að á Íslandi er starfandi afar líflegur áhugamannahópur, en um 67% tónlistarfólks hafa innan við 40% heildartekna sinna af eigin tónlistarstarfsemi. Þá virðist afar erfitt fyrir tónlistarfólk að taka skrefið yfir í atvinnumennsku, en af þeim sem hafa meira yfir 40% tekna sinna af tónlist eru tæplega 50% með fullar tekjur eða 90-100% tekna sinna.