Mikill áhugi er á meðal skóla landsins á fartölvugjöf en einn útvalinn skóli mun fá 25 Chromebook fartölvur að gjöf nú á vordögum.
Alls hafa 35 skólar sótt um en allir skólar landsins geta sótt um til 31. maí nk. með því að senda umsókn á upplýsingavefnum chromebook.is. Það er Tölvutek í samstarfi við Acer sem gefur tölvurnar.

Halldór Hrafn Jónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Tölvutek segist himinlifandi með hversu mikil og góð viðbrögð verkefnið hefur fengið. „Umsóknarfrestur er til næsta fimmtudags og því geta enn fleiri skólar sótt um," segir Halldór Hrafn, en Tölvutek var nýverið valið af Google sem „Google Cloud & Education Partner".

„Tölvutek hefur sinnt innleiðingu Chromebook fartölva í skólaumhverfið og voru með fyrstu fyrirtækjum landsins til að hljóta viðurkenningar frá Google fyrir sölu og þjónustu til skóla.

Halldór Hrafn segir mikilvægt að geta fengið þjónustu varðandi nýjustu tækni í skólastarfi og að það sé auðsótt fyrir skóla að fá aðstoð varðandi allt sem snýr að Google for Education.„Acer Chromebook eru okkar vinsælustu fartölvur til skóla en þær eru sérlega vel byggðar, hraðar, einstaklega öruggar og á góðu verði,“ segir Halldór Hrafn.

„Auk þess stuðla þær að grænum stimpli með minni pappír notkun, einföldu kerfi, minni gagnageymslu og sneggri og betri samskiptum milli nemenda og kennara.“