*

laugardagur, 29. janúar 2022
Erlent 4. október 2021 18:02

35 þjóðarleiðtogar í Pandóruskjölunum

Pandóruskjölin eru umfangsmeiri en Panamaskjölin og innihalda fjárhagsupplýsingar um fjölda þekktra einstaklinga.

Ritstjórn
Volodymyr Zelensky lék menntaskólakennara sem var óvænt kjörinn forseti vegna eldræðu sem hann hélt yfir nemendum sínum gegn spillingu í Úkraínu. Leikarinn bauð sig síðar fram og vann forsetaembættið.
epa

Vladímír Pútín Rússlandsforseti, Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu og Andrej Babis forsætisráðherra Tékklands eru meðal þeirra sem koma fram – beint eða óbeint – í 12 milljóna skjala 3 terabæta leka fjármálaupplýsinga sem gengur undir nafninu Pandóruskjölin. Sá síðastnefndi er í framboði í þingkosningum í lok vikunnar.

Fleiri aðilar sem fram koma í skjölunum eru Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, Abdullah II konungur Jórdaníu, og Uhuru Kenyatta forseti Kenía. Alls er að finna upplýsingar um 35 sitjandi og fyrrverandi þjóðarleiðtoga og á fjórða hundrað embættismenn í skjölunum.

Blair-hjónin keyptu erlent fyrirtæki sem átti skrifstofuhúsnæði í London, og komust þannig hjá 54 milljóna króna stimpilgjaldi, þar sem fasteignin skipti ekki um eigendur. Pútín er tengdur við leyndar eignir í Mónakó í gegnum vini og vandamenn.

Babis gaf ekki upp erlent fjárfestingafélag í sinni eigu, sem keypti tvö sveitasetur í Suður-Frakklandi. Zelensky færði eignarhlut sinn í leynilegu erlendu fyrirtæki annað stuttu fyrir sigur sinn í forsetakosningunum árið 2019.

Kenyatta og fjölskyldumeðlimir áttu net erlendra eignarhaldsfélaga sem áttu eignir fyrir milljarða króna, án þess að gefa það upp.

Umfjöllun BBC.

Umfjöllun Guardian.

Umfjöllun NPR.

Stikkorð: Blair Pútín Babis Abdullah II Kenyatta Pandóruskjölin Zelensky