Neysluvísitala hækkaði um 0,7% milli mánaða á meðal OECD ríkjanna í mars og er 12 mánaða verðbólga því 3,5% en var 3,4% í febrúar.

Þetta kemur fram í verðbólguskýrslu OECD frá því í morgun.

Til samanburðar var verðbólga á evrusvæðinu 3,6 í mars en var 3,3% í febrúar.

Í Bandaríkjunum var verðbólgan 4% í mars og hélst óbreytt frá því í febrúar en í Japan var verðbólgan í mars 1,2% en var 1% í febrúar.

Þá var verðbólga á Ítalíu 3,3%, í Frakklandi 3,2%, í Þýskalandi 3,1%, í Bretlandi 2,5% og í Kanada 1,4%.