Pac1501 ehf., eignarhaldsfélag Hópbíla, Bus Hostel og fleiri flutninga- og ferðaþjónustufyrirtækja, tapaði 354 milljónum króna í fyrra, samanborið við 281 milljónar tap árið áður.

Tekjur námu 3,5 milljörðum og drógust saman um 37% milli ára, en rekstrargjöld drógust saman um sama hlutfall og námu 3,2 milljörðum og afskriftir námu 584 milljónum.

Eigið fé nam 1,1 milljarði og eiginfjárhlutfall 31%. Samstæðan tekjufærði 67 milljónir króna í tekjufallsog viðspyrnustyrki stjórnvalda á árinu, auk 67 milljóna vegna starfsmanna í sóttkví og launa á uppsagnarfresti.