Veita á 350 milljónir króna úr ríkissjóði veittar sérstaklega til einkarekinna fjölmiðla vegna stöðunnar sem uppi er í efnahagslífinu. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar nú fyrir skömmu.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra sagði auglýsingatekjur fjölmiðla hefðu hríðfallið á sama tíma og vaxandi eftirspurn hafi verið eftir þjónustu fjölmiðla. Styrkirnir miðuðust að því að styrkja fyrirtækin til að standa straum af launa- og verktakagreiðslum vegna ritstjórna fjölmiðla.

Hámark verður sett á stuðning til einstakra fjölmiðla og leggja sérstaka áherslu á minni fjölmiðla. Nánari útfærsla væri á borði Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra.