Talið er að um 3.500 manns hafi komið saman á Austurvelli í dag til að mótmæla þeirri ákvörðun þingmanna Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Lögreglumenn gættu Alþingishússins. Þingfundur hófst klukkan 15 í dag og ræddu þingmenn þar um Evrópusambandsmálin. Þeir samþykktu síðdegis að funda fram á kvöld .

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, tilkynnti hins vegar við upphaf þingfundar, að umræða Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um viðræðuslitin yrði ekki á dagskrá í dag. Gunnar Bragi var ekki sáttur við ákvörðun forseta Alþingis og sagðist ekki skilja rökin fyrir því. Einar K. Guðfinnsson sagði að ákvörðun sín um að fresta umræðunni hefði verið tekið eftir að hann hlýddi á rök sem komu fram fyrst á fundi með þingflokksformönnum og svo á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag.

Haraldur Guðjónsson, ljósmyndari Viðskiptablaðsins, var á Austurvelli í dag og tók myndirnar sem sjá má hér.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)