Átöppunarfélagið Iceland Spring ehf., sem flytur út átappað vatn á erlenda markaði, tapaði 2,9 milljónum dala árið 2019 eða sem nemur um 355 milljónum króna. Jókst tap félagsins um tæplega 500 þúsund dali frá árinu áður.

Ölgerðin á ríflega 21% hlut í félaginu en restin af hlutunum er í eigu erlendra aðila. Bandaríski drykkjavöruframleiðandinn Pure Holdings er stærsti hluthafi Iceland Spring með tæplega 39% hlut í sinni eigu.

Tekjur Iceland Spring námu tæplega 5,2 milljónum dala og rekstrargjöld 6,4 milljónum dala árið 2019. Eignir námu ríflega 22 milljónum dala og eigið fé nam 10,2 milljónum dala.Undir lok síðasta árs breyttu hluthafar 4,25 milljóna dala skuldum við fyrirtækið í eigið fé.

Halldór Björnsson er framkvæmdastjóri Iceland Spring ehf. og Andri Þór Guðmundsson er forstjóri Ölgerðarinnar.