365 hf. hefur selt allan hlut sinn, eða 30,7%, í Hands Holding hf. til Arena Holding óstofnaðs félags Baugs Group hf., Fons Eignarhaldsfélags hf. og Icon ehf. Salan er á bókfærðu verði eða kr. 1.620 milljónir sem að megin hluta
verður greitt 28. júní næstkomandi eða kr. 1.500 milljónir að því er kemur fram í tilkynningu.

Sala þessi er liður í endurskipulagningu félagsins sem tilkynnt var 1. desember síðastliðin en þar kom fram að 365 hf. stefndi að því að selja þennan hlut innan 12  til 24 mánaða. Andvirði sölunnar verður varið til lækkunar á skuldum.

Með þessari sölu munu vaxtaberandi skuldir lækka um kr. 1.500 milljónir eða í um kr. 7.000 milljónir.

Að sögn Ara Edwald forstjóra 365 hf. er þessi sala stórt skref á þeirri leið að selja eignir sem ekki eru hluti af kjarnastarfsemi 365 hf. og laga skuldastöðu félagsins að þeim rekstri sem það er í á sviði fjölmiðlunar og afþreyingar á Íslandi.