Atvinnuleysið í maí var 3,6% og hefur ekki verið minna frá nóvember 2008, miðað við tölur Vinnumálastofnunar. Tölur úr úrtakskönnunum Hagstofunnar sýna sömu þróun, en þar er um mikla árstíðasveiflu að ræða.

Tólf mánaða meðaltal skráðs atvinnuleysis miðað við tölur Vinnumálastofnunar var 4,1% nú í maí og hafði lækkað um 1,1 prósentustig frá maí í fyrra. Tólf mánaða meðaltal atvinnuleysis samkvæmt úrtakskönnun Hagstofunnar var 5,3% nú í maí og hafði lækkað um 0,3 prósentustig á einu ári.