Fyrirlestrarmaraþon HR verður haldið á morgun, miðvikudaginn 20. mars.

Þrjátíu og sex erindi verða flutt og er hvert erindi um sex mínútur að lengd. Erindin eiga að gefa innsýn í rannsóknarstarfið innan háskólans.

Í hádeginu mun forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, veita þjónustu-, kennslu- og rannsóknarverðlaun HR. Meðal efnis á Fyrirlestrarmaraþoni HR 2013 er þriðja iðnbyltingin, landgrunn strandríkja, kynjamunur og lygar, stafræn markaðssetning, tekjuskattar, skýrslutökur af börnum, upptaka rafbíla, myndgreiningarforrit og ótal margt fleira áhugavert og fræðandi.

Allir eru velkomnir á Fyrirlestrarmaraþon HR og er aðgangur ókeypis. Dagskrána má sjá hér .