Eins og Viðskiptablaðið greindi frá hefur Mark Fields verið tekinn úr forstjórastólnum hjá bílaframleiðandanum Ford.

Fjárfestar virðast hafa tekið fréttunum fagnandi, því gengi bréfanna hækkaði um tæp 2% í dag.

Breytingarnar má rekja til óánægju fjárfesta, en frá því að Fields tók við árið 2014 hefur gengi bréfanna lækkað um nær 36%.

Á sama tíma hefur General Motors lækkað um 13%, en S&P500 hækkað um 22%.

Miklar vonir eru bundnar við Jim Hackett, sem mun taka við taumunum, en hann er 62 ára gamall og hefur gengt forstjórastöðu Steelcase Inc.