*

mánudagur, 1. mars 2021
Innlent 12. febrúar 2020 12:15

36 milljarðar gætu fengist fyrir 25%

Sala á fjórðungshlut í Íslandsbanka gæti skilað ríkissjóði frá 27 til 36 milljörðum króna að mati sérfræðings.

Ritstjórn
Snorri Jakobsson er sérfræðingur hjá Capacent.

Snorri Jakobsson sérfræðingur hjá Capacent segir að miðað við arðsemi eigin fjár bankastofnana í Evrópu segir að sterk eiginfjárstaða Íslandsbanka ætti að hækka verðið ef að hugmyndum stjórnvalda um sölu á hlut í bankanum verður að því er Morgunblaðið greinir frá.

„Sé litið til arðsemi af starfsemi Íslandsbanka í samhengi við markaðsverð og arðsemi af starfsemi bankastofnana í Evrópu gæti 25% hlutur ríkissjóðs í bankanum selst á 27 til 36 milljarða króna,“ segir Snorri, en eigið fé bankans í lok þriðja ársfjórðungs stóð í 178 milljörðum króna.

„Það er ekki ósennilegt að margfaldarinn í þessum viðskiptum verði á bilinu 0,6-0,8. Miðað við núverandi ávöxtun ætti verðið að vera við neðri mörkin en ég tel líklegra að það endi í efri mörkum og kringum 0,7. Það má t.d. hafa í huga að verðið á Arion banka er rétt undir 0,8 en arðsemi síðustu 12 mánaða hefur verið um 3%.“

Býst Snorri við að ef bankinn yrði seldur til innlendra aðila gæti það tryggt hærra verð. Hyggilegra væri að stefna að tvíhliða skráningu ef ætlunin væri að selja stærri hlut en 25%. „Þetta er stór biti en ef almenningur og stofnanafjárfestar, ekki síst lífeyrissjóðir, hafa aðkomu að kaupunum er þetta mögulegt.“