Um 2,98 milljónir manns sóttu um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum í síðustu viku. Þetta er töluvert meira en hagfræðingar bjuggust við, en þeir höfðu spáð 2,5 milljónum umsókna samkvæmt könnun Refinitiv.

Á síðustu tveimur mánuðum sóttu 36 milljónir manns um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum. Aflétting útgöngubanns er talið vera lykilskref í átt að sköpun nýrra starfa. Hins verður er erfitt að spá um fjölda og dreifingu nýrra starfa vegna ólíkrar stöðu hvers fylkis.

Anthony Fauci, einn æðsti meðlimur COVID-19 vinnuhóps Donald Trump, varaði þó við á þriðjudaginn að ef útgöngubanni verði aflétt of snemma gæti það leitt til fleiri dauðsfalla. Hlutabréf New York kauphallarinnar lækkuðu eftir ummæli Fauci samkvæmt frétt Financial Times.