Samkvæmt uppplýsingum Lánasjóðs íslenskra námsmanna veitti sjóðurinn samtals 1.220 Íslendingum lán vegna náms í skólum sem eru í 100 efstu sætunum á listanum yfir 100 bestu háskóla heims á síðustu tíu árum, þ.e. á árunum 1996-2005. Þetta kemur fram í vefriti Fjármálaráðuneytisins.

Þetta eru 3,6% af lántakendum á tímabilinu en 12,3% þeirra sem fengu lán fyrir námi í erlendum háskólum. Íslenskir námsmenn sóttu nám í 89 þessara skóla á tímabilinu en í mismiklum mæli þó. Vinsælasttur meðal Íslendinga var Kaupmannahafnarháskóli (í 57. sæti listans árið 2005) en hann sóttu 242 Íslendingar á tímabilinu sem um ræðir. Næst flestir, eða 83, sóttu nám í Edinborgarháskóla (47. sæti). Þar á eftir kom Háskólinn í Lundi (99. sæti) með 76 íslenska nemendur á tímabilinu.

Í fjórða sæti var Óslóarháskóli (69. sæti) með 46 íslenska nemmendur
og í fimmta sæti var Háskólinn í Seattle (17. sæti) með 41 íslenskan nemanda. Á toppi listans trónir Harvard háskóli í Bandaríkjunnum
með 100 stig en 24 Íslendingar stunduðu nám í honum síðustu tíu árin. Næstur á listanum er Cambridgeháskólinn í Bretlandi með 73,6 stig en 27 Íslendingar stunduðu nám í honum á tímabilinu. Í næstu sjö sætum listans eru bandarískir háskólar með samtals 79 íslenska námsmenn. Það hefur verið talinn einn af styrkleikum Íslendinga hversu margir sækja háskólamenntun í útlöndum, ekki síst í bestu háskólum heims.

Stuðningur ríkisins við námsmenn hefur augljósslega mikil áhrif á hvaða skóla þeir velja. Lánasjóðurinn hætti að lána fyrir skólagjöldum í grunnháskólanámi erlendis á niðurgreiddum vöxtum skólaárið 1992-1993. Við það fækkaði námsmönnum í erlendum skólum sem tóku skólagjöld. Þannig tóku 413 Íslendingar lán fyrir námi í skólum á framangreindum lista yfir 100 bestu háskóla skólaárið 1990-1991 en 280 skólaárið 1992-1993 og síðan hafa þeir verið árlega á bilinu 233-284. Mest fækkaði í bandarískum háskólum eða úr 199 skólaaárið 1990-1991 í 94 skólaárið 2004-2005, en þar hafa skólagjöld almennt verið hæst.

Rektor Háskóla Íslands hefur sett fram metnaðarfullt markmið um að skólinn ætti að stefna að því að komast á lista yfir 100 bestu háskóla í heimi. Til eru nokkrir listar yfir bestu háskóla, enda byggjast þeir á missmunandi mælikvörðum, en sá sem er mest notaður og rektor miðar við kemur frá Shanghai Jiao Tont háskóla í Kína.