Bandarískja fjártæknifyrirtækið Square stefnir að því að kaupa Afterpay, ástralskt greiðslufrestunarapp (e. buy now, pay later), fyrir um 29 milljarða dollara, eða um 3.591 milljarð króna.

Þetta er stærsta yfirtaka Square til þessa, en félagið borgar fyrir samrunann með eigin hlutum. Félagið hefur hækkað um tæplega 28% á hlutabréfamarkaði undanfarna fimm daga, eða síðan sögusagnir um samrunann fóru á kreik.

Jack Dorsey, stofnandi Twitter, stofnaði Square árið 2009 en hann er jafnframt forstjóri beggja fyrirtækjanna.

Sjá einnig: Yfirtökubylgja ríður yfir Bandaríkin

Búist er við því að forritinu verði bætt við núverandi framboð Square, sem er hvað þekkast fyrir millifærsluappið Cash App. Á síðasta ári voru notendur Cash App um 36 milljónir manna. Í kringum 100.000 verslanir nota Afterpay og skráðir notendur eru um 16 milljónir manna.