*

fimmtudagur, 22. október 2020
Erlent 6. júlí 2020 11:31

363 milljarða kaup Uber á Postmates

Uber hefur nú yfirtekið félagið Postmates og nam kaupverðið 363 milljörðum króna.

Ritstjórn
Uber hóf rekstur árið 2009 og hefur félagið upplifað töluverðan uppgang síðan þá.
epa

Uber hefur gengið frá kaupum á félaginu Postmates, sem sérhæfir sig í matvælasendingu, en viðræður hafa staðið yfir í þó nokkurn tíma. Kaupverðið nemur 2,6 milljörðum dollara, um 363 milljarðar íslenskra króna.

Postmates mun líklega sameinast dótturfélagi Uber, Uber Eats, og mun núverandi forstöðumaður Uber Eats líklega sjá um sameinaða reksturinn. Frá þessu er greint á vef Business Insider.

Postmates var ekki fyrsti valkostur Uber en félagið hafði hug á að kaupa Grubhub, því tilboði var hafnað þar sem félagið Just Eat bauð betur eða 7,3 milljarða dollara.

Postmates hóf rekstur sinn árið 2011. Tekjur félagsins árið 2018 var einn milljarður dala og starfa nú um 5.300 manns hjá fyrirtækinu.

Stikkorð: Uber Uber Eats Grubhub Postmates