Tap Líftæknifyrirtækisins Genís nam 364 milljónum krónum á síðasta rekstrarári samanborið við 198 milljóna króna tap árið áður. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu rúmlega 374 milljónum króna samanborið við 82 milljónir árið áður. Rekstrargjöld námu 655 milljónum króna samanborið við 240 milljónir árið áður. Eignir námu 1,9 milljörðum króna og eigið fé líftæknifyrirtækisins nam 923 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall var því 49% í árslok 2018.

Laun og launatengd gjöld námu tæplega 245 milljónum króna og lækkuðu um 30 milljónir frá fyrra. Það fækkaði um eitt stöðugildi frá fyrra ári, en 27 manns störfuðu hjá fyrirtækinu í fyrra. Hilmar Bragi Janusson er forstjóri Genís. Félag fjárfestisins Róberts Guðfinnssonar, Haust ehf., er stærsti eigandi Genís með tæplega 57% hlut í sinni eigu.