365 hagnaðist um 40 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi. EBITDA þriðja ársfjórðungs nam 345 milljónum króna og jókst um 502 milljónir króna frá fyrra ári. Verulegur viðsnúningur í rekstri félagsins frá fyrra ári segir í tilkynningu félagsins.

Viðsnúningur á rekstri fjölmiðla- og afþreyingarfélagsins 365 hf. heldur áfram segir í tilkynningu þess. Það staðfesta afkomutölur fyrir þriðja ársfjórðung þar sem helstu niðurstöður eru þær að hagnaður eftir skatta nam 40 milljónir króna eins og áður segir og hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBiDTA) nam 365 milljónir króna en var neikvæður um 157 m.kr. á þriðja ársfjórðungi 2006.

Sölutekjur fjölmiðla- og afþreyingarfélagsins 365 hf. námu 8.330 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins og jukust um 414 milljónir króna eða 5,2% frá sama tímabili 2006. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam 758 milljónir króna en var neikvæður um 38 mmilljónir kr. á sama tímabili 2006 á áframhaldandi starfsemi. Tap tímabilsins nam 40 m.kr. en var 1.695 mmilljónir kr. fyrir sama tímabil í fyrra af áframhaldandi starfsemi.

Sölutekjur á þriðja ársfjórðungi námu 2.835 milljónum kr. og jukust um 287 milljónir kr. eða 11,3% frá sama tímabili 2006.

Rekstur fjölmiðlahlutans (365 miðla ehf.) skilaði 275 milljóna króna hagnaði fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) sem er besta ársfjórðungs EBITDA í sögu fjölmiðlarekstrarins.

Helstu rekstrareiningar 365 hf. eru 365 miðlar ehf., Sena ehf. og European Film Group ehf.

“Rekstrarárangur á þriðja ársfjórðungi er góður bæði er varðar tekjuvöxt og afkomu sem staðfestir viðsnúning á rekstri félagsins. Rekstur fjölmiðlahlutans heldur áfram að ganga vel en þriðji ársfjórðungur skilaði 275 m.kr. í EBITDA sem er besti ársfjórðungur í sögu fjölmiðlarekstrarins.

Ný sjónvarpsstöð Sýn2 (enski boltinn) hóf starfsemi í ágúst og hefur farið vel af stað.

Stjórnendur félagsins telja að afþreyingahluti þess geti gert betur en niðurstöður þriðja ársfjórðungs sýna. Í ársfjórðungnum voru stigin mikilvæg skref í að styrkja fjárhagsstöðu félagsins með sölu á eignum og niðurgreiðslu skulda.  Veltufjárhlutfall félagsins er nú 1,23 og eiginfjárhlutfall 40% sem er vel viðunandi," segir Ari Edwald, forstjóri í tilkynningu.